Atburðir síðustu daga eru gerðir upp í Hisminu eins og venjulega. Nú er hafa hins vegar stórmerkilegir hlutir gerst því raunhagkerfið hefur talað sem aldrei fyrr og valið sér leiðtoga.
Björg Magnúsdóttir, umsjónarmaður Síðdegisútvarpsins á Rás 2, er á línunni til þess að ræða sigur raunhagkerfisins við Árna Helgason og Grétar Theodórsson, umsjónarmenn þáttarins.
Hismið er á dagskrá í Hlaðvarpi Kjarnans alla fimmtudaga og þar eru mál líðandi stundar gerð upp; oftar en ekki í spaugilegu ljósi.