Fyrstu dagar Donalds Trump í embætti og hans fyrstu verk eru á allra vörum þessa dagana. Hismið stingur á kýlin og hringir í sérfræðing þáttarins í stjórnmálum Bandaríkjanna. Það er Hallgrímur Oddsson sem býr í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins. Þeir ræða herskáa fjölmiðlafulltrúann, Trump sjálfan og íslenska forsetann og samkvæmislíf hans með dönsku kóngafólki.
Þeir Árni og Grétar spurja stórra spurninga á borð við hvernig er valið hverjir fá að fylgja Guðna forseta í kóngaveislur? Eiga rónar að fá gefins pelsa? Og í hvernig hettupeysu má fara í kóngaveislur?