Í þætti vikunnar hringir Hismið til Georgíu og ræðir við Magnús Geir Eyjólfsson, upplýsingafulltrúa NATO, í Tblisi. Magnús fer yfir stemninguna í Georgíu sem hann segir einkennast af djúpu raunhagkerfi og að nútímaprjál sé ekki stundað þar. Áhrifavaldar séu t.d. ekki þekktir þar í landi og menn sprauti í sig sterum í líkamsræktarstöðvum án þess að finnast það neitt tiltökumál.
Þá er farið yfir eitt og annað úr vikunni, samræmdu prófin, skattframtöl og sífellda tölvuvæðingu nútímans og hina æsispennandi verðlaunaafhendingu Ríkiskaupa á innkaupamanni ársins og hvort fleiri stéttir þurfi ekki að taka upp sams konar aðferðir.