Hismið – Áhrifavaldarnir ekki áberandi í Georgíu

Í þætti vik­unnar hringir Hismið til Georgíu og ræðir við Magnús Geir Eyj­ólfs­son, upp­lýs­inga­full­trúa NATO, í Tblisi. Magnús fer yfir stemn­ing­una í Georgíu sem hann segir ein­kenn­ast af djúpu raun­hag­kerfi og að nútíma­prjál sé ekki stundað þar. Áhrifa­valdar séu t.d. ekki þekktir þar í landi og menn sprauti í sig sterum í lík­ams­rækt­ar­stöðvum án þess að finn­ast það neitt til­töku­mál. Þá er farið yfir eitt og annað úr vik­unni, sam­ræmdu próf­in, skatt­fram­töl og sífellda tölvu­væð­ingu nútím­ans og hina æsispenn­andi verð­launa­af­hend­ingu Rík­is­kaupa á inn­kaupa­manni árs­ins og hvort fleiri stéttir þurfi ekki að taka upp sams konar aðferð­ir.

Auglýsing