Í tilefni af 38 ára afmæli Grétars er farið yfir afmælisdaga í Hismi dagsins, hvernig hinn fullkomni afmælisdagur miðaldra mannsins er og Árni rifjar upp þegar hann var að vinna sem málari á árum áður og óskaði eftir því að fá frí til að taka persónulegan dag á afmælisdaginn sinn. Farið er yfir hvenær unnt sé að fá rétti á veitingastöðum skírða eftir sér og úrval af bjórglösum á íslenskum börum. Hlustað er á nýtt lag bænda á Mýrum sem vinnur með strangheiðarlegan upptökustíl í anda kosningamyndbanda Dögunar og Sturlu Jónssonar. Þá gerir Árni upp átök innan félags sumarbústaðareigenda í Úthlíð og veltir fyrir sér hvernig hann ætti að standa að framboði sínu.
Meira handa þér frá Kjarnanum