Í lokaþætti vetrarins fá þeir Árni og Grétar stjörnufréttamanninn Jóhann Bjarna Kolbeinsson í settið. Farið er yfir listina að vera í beinni útsendingu og láta dæluna ganga, hvernig bankarán hafa misst sjarmann, niðurstöður borgarstjórnarkosninganna, agressívar spurningar Einars Þorsteinssonar um Sósíalistaflokkinn og hver eigi að verða borgarstjóri og hvort jafnvel sé tilefni til að auglýsa starfið og fá ráðgjafa frá Capacent til að taka viðtöl við umsækjendur. Þá er viðtal ársins krufið, við hinn 80 ára bandaríska forstjóra og rebba Richard Friedman sem namedroppar forsetum og furstum eins og ekkert sé.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.