Hismið snýr aftur með látum eftir jólaleyfi með þeim Árna Helgasyni og Grétari Theodórsyni í fararbroddi. Fyrsti gestur ársins er Gunnar Dofri Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og laganemi. Að venju taka þeir fyrir helstu málefni líðandi stundar.
Eldvarnir í turninum í Borgartúni, breytingar á DV, Stundin og umhverfismál eru meðal umfjöllunarefna í dag. Þá kemur Davíð Oddsson við sögu, en sá gefur víst ekki „high five“ og verslar 1944-rétti í Hagkaupum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.