Atli Már Steinarsson, útvarpsmaður og hljóðmaður, er gestur þessa síðasta þáttar Hismisins fyrir sumarfrí. Þeir Grétar Theodórsson og Árni Helgason ræða meðal annars reglur og venjur útvarpsmanna, og hið margfræga „jæja“.
Hismið greinir í smáatriðum fólkið sem hringir inn í útvarpsþætti í næturna. Þrátt fyrir að vera með partíþátt á föstudögum á Rás 2 leggur Atli Már blátt bann við því að vera líkt við Guðna Má Henningsson, sem stýrt hefur næturútvarpi ríkisins í fjölda ára. „Hann er með fastagesti til að hringja inn. Það er allt bara: Hvað segir hundurinn þinn og svona...“ segir Atli Már.