Hismið ræðst fram á völlinn þessa vikuna með Hildi Sverrisdóttur innanborðs en hún er varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Árni Helgason og Grétar Theodórsson eru sem fyrr umsjónarmenn þáttarins.
Það hefur verið mikið að gerast í borginni undanfarið; holur í öllum götum, bólusetningar og kirkjuheimsóknir barna eru fáein dæmi um hvað hefur ratað á fjörur fjölmiðla undanfarin misseri. Hildur segir að það hafi verið fjölbreyttara stuð í borginni í vetur heldur en síðasta vetur. „Síðasta kjörtímabil fór mikið til í skipulagsmálin svo nú er verið að horfa í önnur horn. Það hefur verið action.“
Og Hismið er einhuga um hvar best er staðið að málum í bólusetningum. „Ef að Svíinn gerir það, eigum við að gera það,“ segir Grétar sem lítur til Svíþjóðar eftir fyrirmyndum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.