Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þetta sinn er gestur þáttarins sérfræðingurinn, þungarokkarinn og landsbyggðartröllið Þóra Hallgrímsdóttir. Þáttur dagsins er einstakur að mörgu leyti. Þar ber helst að nefna að Grétar Theodórsson, annar stjórnandi Hismisins, er forfallaður í fyrsta sinn síðan þátturinn hóf göngu sína. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, tekur sæti hans við hlið Árna Helgasonar. Þá er hringt til útlanda til að ræða kebab-pizzur, en slík alþjóðavæðing er auðvitað nýmæli.
Í þætti dagsins er haldið áfram að ræða heiðarlegasta matinn og því velt fyrir sér hvort lyklabörnin þurfi ekki að koma með kombakk til að bjarga okkur öllum frá glötun. Þóra upplýsir svo um hvers konar lúgusjoppufæði teljist strangheiðarlegt á Húsavík og hvernig henni líði eftir að hafa innbyrt það.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.