„Ég man ekki hvort Gunnar Bragi hafi sjálfur steikt ofan í mig hamborgara en það eru allar líkur á því að ég hafi verslað mjög mikið af honum,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður en hann er gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hisminu þessa vikuna. „Og miðað við gæðin á borgunum í denn þá held ég að Gunnar Bragi hafi aldrei átt að hætta því að steikja borgara. Mér sýnist svona, þegar ég ber saman, að hann hafi átt heima bak við grillið.“
Atli Fannar hefur undanfarið ár starfað sem aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar. Áður hafði stjórnaði hann kosningabaráttu flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra.
Til umræðu í þættinum er meðal annars skeggvöxtur stjórnmálaleiðtoga. Árni Páll var traustvekjandi með skeggið, Sigmundur Davíð er með lélegan skeggvöxt eins og Atli Fannar, skeggið færi Davíð Oddsyni ekki með krullunum og Össur hefur unnið með skeggið í fjölda ára. Þá er Gísli Marteinn Baldursson og fyrirlesturinn hans um skipulagsmál í vikunni ræddur. Er þar fullyrt að Gísli Marteinn sé loksins frjáls, nú sé hann farinn að tala eins og hann vilji.
Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan.
Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.