Hismið: Gunnar Bragi var betri við grillið

„Ég man ekki hvort Gunnar Bragi hafi sjálfur steikt ofan í mig ham­borg­ara en það eru allar líkur á því að ég hafi verslað mjög mikið af hon­um,“ segir Atli Fann­ar Bjarka­son fjöl­miðla­maður en hann er gestur Árna Helga­sonar og Grét­ars Theo­dórs­sonar í Hism­inu þessa vik­una. „Og miðað við gæðin á borg­unum í denn þá held ég að Gunnar Bragi hafi aldrei átt að hætta því að steikja borg­ara. Mér sýn­ist svona, þegar ég ber sam­an, að hann hafi átt heima bak við grillið.“

Atli Fannar hefur und­an­farið ár starfað sem aðstoð­ar­maður Guð­mundar Stein­gríms­son­ar, þing­manns Bjartrar fram­tíð­ar. Áður hafði stjórn­aði hann kosn­inga­bar­áttu flokks­ins fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í fyrra.

Til umræðu í þætt­inum er meðal ann­ars skegg­vöxtur stjórn­mála­leið­toga. Árni Páll var traust­vekj­andi með skegg­ið, Sig­mundur Davíð er með lélegan skegg­vöxt eins og Atli Fann­ar, skeggið færi Davíð Odd­syni ekki með krull­unum og Össur hefur unnið með skeggið í fjölda ára. Þá er Gísli Mart­einn Bald­urs­son og fyr­ir­lest­ur­inn hans um skipu­lags­mál í vik­unni rædd­ur. Er þar full­yrt að Gísli Mart­einn sé loks­ins frjáls, nú sé hann far­inn að tala eins og hann vilji.

Hlust­aðu á Hismið í spil­ar­anum hér að neð­an.

Áskrift af Hlað­varpi Kjarn­ans í gegnum iTu­nes.

Auglýsing