Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, er gestur Hismisins þessa vikuna. Atburðir vikunnar eru þess eðlis að erfitt var að fá gest sem ekki starfar í hringiðunni. Fjallað er um eldvegginn milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins, játning Gísla Freys í lekamálinu og skuldaleiðréttingar. Heiða Kristín reynir til dæmis að setja skuldaniðurfellinguna í samhengi við fjölskylduvandamál og alkahólisma. Hver ætli sé fulli pabbinn og hver ætli sé mamman?
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.