Þessi árstími er hápunktur ársins ef þú ert alvöru jeppakall. Hismismennirnir Grétar Theodórsson og Árni Helgason ræða alvöru jeppakalla við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, aðstoðarmann innanríkisráðherra, sem er gestur þáttarins.
„Það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að step it up í útblæstri og svona?“ spyr Árni og bendir á að veðurátorítet Hismisins spá því nú að 30 ára kuldaskeið fari í hönd á Íslandi. Auk þess að ræða veðrið fjallar Hismið um olíuhippa og mannanafnareglur á Íslandi.
Hismismenn gera svo grein fyrir mismunandi vísbendingum um hvaðan hamborgari með frönskum á milli sé uppruninn. Þá segja þeir frá bréfi sem þættinum barst frá Osló um símaeign Norðmanna.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.