Í Hisminu með Árna Helgasyni og Grétari Theódórssyni er rætt um kaupmanninn á horninu. Gestur þáttarins er einmitt kaupmaður í slíkri verslun en Pavel Ermolinskij, körfuboltamaður, er kaupmaður í Kjöti og Fiski. Hann segir opnun verslunarinnar hafa verið lífstílsbreytingu, eftir 27 ár af körfubolta er hann nú kominn í slorið. „Það er mjög huggulegt, mjög gaman og mjög spennandi,“ segir Pavel.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.