Hrafn Jónsson, pistlahöfundur og sérlegur fjölmiðlaráðunautur Hismisins, er gestur Hismisins þessa vikuna. Árni Helgason og Grétar Theodórsson hóuðu í Hrafn til að ræða stórfréttir af fjölmiðlamarkaðinum. „Mig dreymir um að reka sjónvarpsstöð,“ segir Hrafn þegar þeir félagar velta því upp að hugsanlega eigi Íslendingar heimsmet í stofnun sjónvarpsstöðva.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.