Hismið: Jón Arnór ætlar að koma heim eftir tvö ár

Freðnir NBA leik­menn, æfinga­búðir með krakk­anum LeBron James, fyll­erí með Steve Nash og Dirk Nowitzki, útlend­ingar með íslensk nöfn, buddan hjá Degi B. Egg­erts­syni, kaup­mennska á horn­inu, morm­ón­inn Shawn Bradley á stripp­klúbbi, Evr­ópu­keppni í körfu­bolta og Antoine Wal­ker, sem not­aði aldrei sama skóparið tvisvar og geymdi pen­ing­arúllur í bak­poka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti His­m­is­ins þennan vetur þar sem við­mæl­and­inn er körfu­bolta­hetj­an, kaup­mað­ur­inn, Laug­ar­nes­ing­ur­inn og He-Man kall­inn Jón Arnór Stef­áns­son. Þar upp­lýsir hann einnig um fram­tíð­ar­á­form sín og hvert hugur hans stefnir eftir að atvinnu­manna­ferl­inum lýk­ur. Jón Arnór reiknar með því að spila tvö tíma­bil í við­bót sem atvinnu­maður erlend­is.

20140909_170655

Eftir langt sum­ar­frí og stranga stefnu­mót­un­ar­vinnu snýr Hismið, í umsjón Árna Helga­sonar og Grét­ars Sveins Theo­dórs­son­ar, aftur í hlað­varp Kjarn­ans. Þeir verða á dag­skrá alla fimmtu­daga í vet­ur.

Auglýsing