Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Gestur þáttarins er fréttaskörungurinn og fars-aðdáandinn Sunna Valgerðardóttir. Þar sem Grétar Theodórsson, annar stjórnandi Hismisins, er enn í leyfi fékk Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, eitt tækifæri til í hlutverki gestastjórnanda við hlið Árna Helgasonar.
[caption id="attachment_14238" align="alignnone" width="632"] Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður á RÚV.[/caption]
Í þætti dagsins er nýr umræðuþáttur RÚV, Hringborðið, greindur ítarlega, því velt fyrir sér hvort þátturinn ætti ekki að vera klukkan fjögur síðdegis og hvort áhorf á hann ætti að vera skyldufag fyrir alla 14-17 ára unglinga á Íslandi til að þeir geti æft sig í einbeitingu. Farið er yfir jarðbundnar yfirlýsingar fyrrum mjólkureftirlitsmanna, árangursríkan hræðsluáróður leigubílstjóra, át forsætisráðherra á röspuðum kótilettum og hipsteralandsliðið sem er á leið á jólahlaðborð í Húsasmiðjunni, sem virðist vera alheiðarlegasta jólahlaðborðið þetta árið.