Björn Jörundur Friðbjörnsson og Björn Þór Sigbjörnsson litu í heimsókn í Hismið hjá þeim Árna Helgasyni og Grétari Theodórssyni þessa vikuna. Þeir komust, eins og kunnugt er, áfram í lokaumferð Söngvakeppni Sjónvarpsins með lag sitt Piltur og stúlka. Eftir rúma viku munu þeir svo keppa um að fá farmiða til Austurríkis þar sem Eurovision-keppnin fer fram í vor.
Spurðir hvernig það kom til að þeir ákváðu að fara í Eurovision segir Björn Þór það hafa verið hálfgerða tilviljun því Björn Jörundur hafi ekki verið með áskrift að Stöð 2 Sport. „Bjössi settist við píanóið og Tommi reif upp gítarinn og þetta [lagið] varð til þar,“ segir Björn Þór.
Björn Jörundur, sem er í fyrsta sinn að spreyta sig á Eurovision-vagninum, segir söngvakeppnina vera langhlaup og lífstíl. „Maður er alltaf að fá það, einhvernveginn. Ég skil alveg hvers vegna fóllk hættir ekkert að vera með. Þetta voða skemmtilegt rugl.“
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.