Nýjasti þáttur Hismisins, í umsjón Árna Helgasonar og Grétar Theodórssonar, er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans. Í nýjasta þættinum ræða þeir viðburðaríka fréttaviku við sagnfræðinginn og Twitter-stjörnuna Stefán Óla Jónsson.
Viti menn, skipun Gústafs Adolfs Níelssonar í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar ber töluvert á góma í þættinum, sem og almennt daður Framsóknarflokksins við rasisma. Þá er mótmælamenning til umræðu sem og afsökunarbeiðni Björgvins G. Sigurðssonar sem hefur verið sakaður um fjárdrátt í störfum sínum sem sveitarstjóri Ásahrepps.
Sem sagt, eldfimur og áhugaverður þáttur. Heyrn er sögu ríkari!
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.