Hismið: Valdi sér endurskoðanda sem heitir Sturla Jónsson

Gestur His­mis­-tvíeyk­is­ins Grét­ars Theo­dórs­sonar og Árna Helga­sonar þessa vik­una er Berg­lind Pét­urs­dótt­ir, betur þekkt sem Berg­lind Festi­val. Hún segir Berg­lindu Pét­urs­dóttur og Festi­val-Berg­lindi vera tvö aðskilin sjálf, svipað og Gilzenegger og Egill Ein­ars­son.

Berg­lind opin­berar líka að Sturla Jóns­son vöru­bíl­stjóri sé upp­á­halds gaur­inn henn­ar. „Ég valdi mér end­ur­skoð­anda sem heitir Sturla Jóns­son, bara út af Sturlu Jóns­syni. Sturla er að gera það gott fyrir aðrar Sturlur þarna úti,“ segir Berg­lind.

hismidberglindÍ Hismi dags­ins er auk þess farið yfir hversu dautt Face­book sé, hvernig allir séu nú á Twitter og Instagram, hreyf­ing­una í kringum litlu pepp­eróníin á Wil­son pizzun­um, jóga­fræði, Guð­jón Berg­mann og hinar strang­heið­ar­legu Ömmu Pizz­ur.

Þá er eðli­lega rætt um lim­inn á Orra frá Þúfu, sem var víst hang­inn eins og Himala­ya-uxi, og haldið áfram umfjöllun um gengd­ar­lausa aðdáun stjórn­enda His­m­is­ins á Ingva Hrafni Jóns­syni og aug­lýs­inga­gerð hans.

Hlust­aðu á Hismið í spil­ar­anum hér að neð­an.

Auglýsing