Saga þessa málsháttar á upptök sín alla leið aftur á Tímabili hinna stríðandi ríkja, í hinu langlífa Zhou-veldi. Langfrægastur allra frá þessu tímabili var Konfúsíus og þekktasti fylgismaður Konfúsíusar var Mensíus sem Kínverjar kalla Mèngzǐ.
Mèngzǐ var frá Qí-veldi, þar sem í dag er Shandong-hérað, og var hann oft boðaður á fund stórhuga konungsins í höllinni til ráðlegginga. Málsháttur dagsins er beint úr samnefndri bók hans sem kallast Mèngzǐ.
Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media