Þáttur dagsins færir okkur bæði skemmtilegan og nærandi kínverskan málshátt. Hér er á ferð sígildur málsháttur frá síðustu árum Austur-Han-veldisins. Það er svo ekki hægt að ræða um lok Austur-Han-veldisins án þess að Cáo Cāo komi við sögu.
Sagan gerist á 3. öld í Shanxi-héraði, í kringum borgina Hànzhōng. Hànzhōng varð bitbein erkifjendanna Cáo Cāo og Liú Bèi sem báðir voru öflugir herforingjar og leiðtogar.
Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.