Í þætti vikunnar er rætt við Brynhildi Magnúsdóttur, jarð- og Kínafræðing. Brynhildur tengdist Kína fyrst í gegnum ættleiðingu á syni sínum og er í þættinum farið yfir allt það flókna ferli. Einnig ræddum við um námsdvöl hennar í Ningbo-borg í Kína og að lokum áttum við áhugavert spjall um jarðfræði Kína.
Í austurvegi er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann.