Breytingaritningin á sér rætur aftur í gráa forneskju og á sér sögu sem er nánast jafnlöng sögu kínaveldis sjálfs. Hún hefur verið svo stór hluti af kínverskri menningu í vel yfir 2000 ár að saga ritningarinnar og saga Kínaveldis eru samtvinnuð.
Í tímans rás hafa flestir kínverskir andans menn haft eitthvað um hana að segja og skrifað um hana ritskýringar og viðbætur.