Í vikunni fengum við Þorvald Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, til að ræða við okkur um efnahagsþróun í Kína í fortíð og til framtíðar.
Margt bar á góma í áhugaverðu spjalli: Ástæður velgengni efnahagsumbótaáætlunar Deng Xiaoping 邓小平, samanburður á hagþróun í Kína og öðrum Asíuríkjum, Kína í alþjóðavæddum heimi og einnig ræddum við framtíð Kína þar sem Þorvaldur spáir að Kínverjum muni farnast vel ef lýðræðisbrestir verði leystir farsællega.
Í austurvegi er hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum sem fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann.