Hjörleifur Sveinbjörnsson er einn af okkar fremstu þýðendum sem þýðir úr fornkínversku yfir á íslensku. Nýlega hefur JPV forlagið gefið út þýðingarverk hans á nokkrum ljóðum frá tímum Tang-keisaraveldisins og spjölluðum við um það verk og fleira í þessum þætti.
Í austurvegi er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann.