Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Við spjölluðum um orkumál heimsins og Kína sérstaklega í því samhengi og var þar sannarlega af nógu að taka.
Í spjalli okkar kom meðal annars fram að grænar lausnir væru orðnar samkeppnishæfar og sífellt umfangsmeiri á heimsvísu og sérstaklega í Kína. Má segja að Kínverjar séu leiðandi afl í þeirri byltingu sem nú er að eiga sér stað á leið okkar yfir í endurnýjanlega orku.