Pönkið er ekki dautt og fékk nýtt líf í grámyglu Peking-borgar á 9. áratug 20. aldar. Saga pönk tónlistar í Peking er ekki löng. Hún er rétt um 25 ára gömul og á þeim tíma sem þessi áhugaverða tónlistarstefna hefur þróast hafa hundruð ungra manna og kvenna gengið saman hönd í hönd og búið til óhefðbundna tónlist sem er á útjaðri þeirrar poppmenningar sem kraumar í þessu fjölmennasta ríki heims.
En bíddu, var ekki pönktónlist bara vinsæl á 8. áratugnum í Evrópu? Var þetta ekki bara lítill hópur í London að ibba gogg? Af hverju er verið að framleiða pönktónlist í Kína? Hvernig getur fólk ennþá verið að búa til pönk í dag og hvað í andskotanum er pönk?