Vegna þessa hörmulegra stríðs sem nú geisar í Úkraínu hafa samskipti Kína og Rússlands verið til umræðu að undanförnu. Þegar Pútin Rússlandsforseti hitti Xi Jinping forseta Kína í Peking rétt fyrir vetrarólympíuleikana í febrúar síðastliðnum urðu forsetarnir sammála um að engin takmörk væru á tengslum landanna – hvað sem það svo sem þýðir.
En hafa samskipti þessara miklu grannþjóða alltaf verið svona takmarkalaus eða alltaf á vinarlegum nótum? Við skulum skoða aðeins samskipti þeirra í sögulegu ljósi.