Viðtal vikunnar er við Þorkel Ólaf Árnason frumkvöðul. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í Kína og komið víða við þegar kemur að viðskiptum við Kína. Meðal annars má nefna kínverskar greiðslumiðlunarlausnir fyrir snjallsíma til að auðvelda kínverskum ferðamönnum að versla á Íslandi. Þorkell er auk þess formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins (KÍM).
Ræddum við um starfsemi félagsins sem á sér merka sögu og er mikilvægur hlekkur í menningarsamskiptum Íslands og Kína.