Í mjög áhugaverðu viðtali segir Sigurður Guðmundsson myndlistamaður okkur frá dvöl sinni og störfum í kínversku borginni Xiamen síðastliðin 25 ár. Þar hefur hann, ásamt konu sinni Ineke Guðmundsson, sett á stofn listamiðstöðina China European Art Center (CEAC) til að tengja saman kínverska og erlenda listamenn.
Í viðtalinu fer Sigurður yfir starfsemi miðstöðvarinnar og fjallar um kynni sín af Kína og Kínverjum. Sigurður liggur ekki á skoðunum sínum um hin ýmsu mál og gaman að heyra hans sjónarhorn eftir langa dvöl í Kína