Í þessum þætti er fyrirlestur Carinu Håkansson sem fór fram á ráðstefnu Hugarafls „Lyfjamiðað samélag“ þann 11. maí síðastliðinn.
Erindi hennar ber heitið „The extended therapy room - Meeting people without psychiatric diagnosis and drugs“. Carina Håkansson, PhD, félagsráðgjafi og sálfræðingur stofnaði the Family Care Foundation og The Extended Therapy Room Foundation í Gautaborg.
Carina skrifar um geðlækningar, meðferð barna á fósturheimilum og þær áskoranir sem fylgja því að aðstoða fólk að minnka/hætta notkun geðlyfja.
Hún kom á laggirnar alþjóðlegri stofnun til að styðja fólk við að hætta á geðlyfjum í október 2016 (The International Institute for Psychiatric Drug Withdrawal. Stofnunin stuðlar að upplýsingaflæði, veitir fleiri valmöguleika og horfir heildrænt á bataferlið.