Í þessum þætti er fyrirlestur Robert Whitaker sem fór fram á ráðstefnu Hugarafls „Lyfjamiðað samélag“ þann 11. maí síðastliðinn.
Erindi hans ber heitið: „Anatomy of a Global Epidemic: Increased Disability Due to Mental Disorders in the Age of Prozac“.
Robert hefur sérhæft sig í skrifum um læknisfræði og vísindi. Greinar hans um geðlæknisfræði og lyfjaiðnaðinn hlutu George Polk verðlaunin fyrir læknisfræðileg skrif. Árið 1998 var hann einn höfunda ritraðar um slæma meðhöndlun í geðlæknisfræðilegum rannsóknum og var tilnefndur til Pulitzer Verðlaunanna fyrir starf í þágu almennings.
Bók hans Anatomy of an Epidemic hlaut verðlaun árið 2010 fyrir rannsóknarblaðamennsku.