Í þessum þætti settist Magnús niður með Auði Axelsdóttir, forstöðukonu Hugarafls, og ræddi við hana um allt frá stofnun Hugarafls til fálkaorðunnar sem Auður hlaut nýverið fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála.
Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi, er einn af stofnendum Hugarafls og forstöðumaður Geðheilsu - Eftirfylgd.
Auður stofnaði Hugarafl árið 2003 ásamt fjórum einstaklingum með lifða reynslu með það að leiðarljósi að innleiða breytingar á geðheilbrigðiskerfi Íslands. Þökk sé brautryðjendastarfi þeirra og óhefðbundnum leiðum í bataferlinu hafa Auður og Hugarafl rutt veginn með því að innleiða nýja nálgun á þjónustu við fólk með geðræna erfiðleika. Hugarafl byggir á valdeflingu og bata með það að markmiði að hafa áhrif á heilbrigðiskerfið í gegnum reynslu einstaklinga.