Í þessum tíunda þætti Klikksins munu Þórður og Agla fara yfir sögu geðheilbrigðismeðferða á öldum áður og á 20. öldinni.
Meðferðir við geðrænum erfiðleikum má rekja til áttundu aldar og er því af miklu að taka, en skautað verður yfir ýmsar áhugaverðar staðreyndir og misgóð meðferðarúrræði.
Klikkið er þáttur notenda samtakanna Hugarafls en það er vettvangur fyrir notendur geðheilbrigðiskerfisins og fagfólk til þess að koma saman á jafningjagrundvelli og vinna í bataferli með sjónarmið valdeflingar að leiðarljósi.
Í Klikkinu er skjólstæðingum Hugarafls gefið tækifæri til þess að deila reynsluheimi sínum og skoðunum. Við að koma þáttunum á fót naut Hugarafl aðstoðar nemenda í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík, en liður í öðru misseri námsins er að nemendahópar vinna raunhæft verkefni að eigin vali í þágu samfélagsmálefna.