#klikkið

Saga geðheilbrigðismeðferða

Í þessum tíunda þætti Klikks­ins munu Þórður og Agla fara yfir sögu geð­heil­brigð­is­með­ferða á öldum áður og á 20. öld­inni.

Með­ferðir við geð­rænum erf­ið­leikum má rekja til átt­undu aldar og er því af miklu að taka, en skautað verður yfir ýmsar áhuga­verðar stað­reyndir og mis­góð með­ferð­ar­úr­ræði.

Klikkið er þáttur not­enda sam­tak­anna Hug­arafls en það er vett­vangur fyrir not­endur geð­heil­brigð­is­­kerf­is­ins og fag­­fólk til þess að koma saman á jafn­­ingja­grund­velli og vinna í bata­­ferli með sjón­­­ar­mið vald­efl­ingar að leið­­ar­­ljósi.

Í Klikk­­inu er skjól­­stæð­ingum Hug­­arafls gefið tæki­­færi til þess að deila reynslu­heimi sínum og skoð­un­­um. Við að koma þátt­unum á fót naut Hug­­ar­afl aðstoðar nem­enda í meist­­ara­­námi í verk­efna­­stjórnun (MPM) við Háskól­ann í Reykja­vík, en liður í öðru mis­s­eri náms­ins er að nem­enda­hópar vinna raun­hæft verk­efni að eigin vali í þágu sam­­fé­lags­­mál­efna.

Auglýsing