Auður Axelsdóttir við Sigrúnu Ólafsdóttir, félagsfræði prófessor við Háskóla Íslands, í þætti vikunnar af Klikkinu. Sigrún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Indiana-háskólanum árið 2007 og starfaði frá 2007-2016 sem lektor, og síðar dósent við Boston háskóla í Bandaríkjunum.
Í rannsóknum sínum og kennslu beinir Sigrún sjónum sínum að geðheilsufélagsfræði, heilsufélagsfræði, stjórnmálafélagsfræði og menningarfélagsfræði, og hefur sérstakan áhuga á að útskýra hvernig stærri samfélagslegir þættir, eins og til dæmis velferðarkerfið, hafa áhrif á líf og lífskjör einstaklinga, þar með talið heilsu þeirra og geðheilsu. Í háskólanum kennir Sigrún t.d. BA-námskeið um heilsufélagsfræði, geðheilsufélagsfræði og ójöfnuð og námskeið á framhaldsstigi um velferðarkerfi og ójöfnuð.