Í þessum þætti Klikksins spjallar Auður Axelsdóttir við formann Hugarafls Málfríði Hrund Einarsdóttur og Kristinn Heiðar Fjölnisson Hugaraflsmann. Þau ræða stöðu GET og Hugarafls sem er vægast sagt erfið þar sem leggja á niður GET sem er geðteymi innan heilsugæslunnar og hefur í samstarfi við Hugarafl sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu í 15 ár. Þegar GET verður lagt niður er starfsemi Hugarafls í uppnámi og mun m.a. skorta húsnæði fyrir starfssemina. Í vikunni átti Hugarafl fund með Velferðarnefnd Alþingis. Í Klikkinu ræða þau fundinn, stöðuna sem upp er komin og hvernig svona framkvæmd er á skjön við alla stefnumótun. Þau fara vítt og breitt, endilega hlustið og fáið víðtækar upplýsingar um málið.