Ákvarðanataka ætti ekki að eiga sér stað í tómarúmi. Vænlegast er að taka ákvarðanir þegar nægar upplýsingar eru fyrir hendi svo hægt sé að vega og meta mögulegar afleiðingar mismunandi valkosta. Þrátt fyrir það takmarka margir fagmenn slíkar upplýsingar í þeirri trú að það sé í þágu notandans. Þessi trú á vanhæfni skjólstæðinganna getur síðan styrkst ef notendur, sem hafa ekki fengið fullnægjandi upplýsingar, taka þar af leiðandi hvatvíslegar ákvarðanir.
Í þessum þætti ræðir Árni Steingrímsson við Pál Ármann Pálsson og Sögu Ásgeirsdóttur um þennan valdeflingarpunkt og er þátturinn annar þáttur í seríu um Valdeflingarpunktana 15. Frekari upplýsingar um valdeflingu má finna á hugarafl.is/vinnuskilgreining-a-valdeflingu/