Eftir því sem valdefling einstaklingsins eykst fer hann að finna fyrir auknu sjálfsöryggi og aukinni trú á eigin getu. Þetta leiðir til þess að hann verður færari um að stjórna eigin lífi, sem hefur aftur í för með sér enn bættari sjálfsmynd. Hin neikvæða ímynd „geðsjúklings”, sem hefur verið tengd persónunni órjúfanlegum böndum, fer líka að breytast. Einstaklingurinn gæti losað sig algjörlega við stimpilinn eða gæti endurskilgreint hann þannig að hann gefi til kynna jákvæða eiginleika.
Gestir Árna og Páls í dag eru: Kristinn Heiðar Fjölnisson og Elín Einarsdóttir, Hugaraflsfólk.
Meira um valdeflingu má finna á hugarafl.is/vinnuskilgreining-a-valdeflingu/