Í Kvikunni í dag er fjallað um enn einn angann af sölu Landsbankans á Borgun, hvort nauðsynlegt sé að selja banka sem eru í ríkiseigu og hverjir ættu raunverulega að kaupa þá, ástæður fyrir lélegu fylgi stjórnarflokkanna og hið fræga „eitthvað annað“, sem sogar nú til sín erlenda fjárfestingu.