Í Kvikunni þessa vikuna var rætt um milljarða hagnað bankanna og háar bónusgreiðslur, þátttöku íslenskra fjármálafyrirtækja í norskum olíuiðnaði og möguleikann á því að takmarka útrás Íslandsbanka. Þá var farið yfir samkvæmisleikinn um forsetaframboð, þá afarkosti sem Píratar setja fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn, ógagnsæið í búvörusamningum, þá staðreynd að útlit er fyrir að hvalveiðar leggist af á ný og að menntuðum, atvinnulausum konum hefur fjölgað mikið. Umsjónarmenn þáttarins eru Þórunn Elísabet Bogadóttir og Sunna Valgerðardóttir.
Meira handa þér frá Kjarnanum