Í Kvikunni þessa vikuna ræddu Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir um arðgreiðslur tryggingafélaganna og gjána sem er svo greinileg milli fjármálakerfisins og almennings. Þau ræddu líka um þörfina fyrir 2000 vinnandi útlendinga á hverju ári næstu fimmtán árin, um forsetakosningar bæði hér heima og í Bandaríkjunum, og stærstu ágreiningsmál ríkisstjórnarinnar.