Í Kvikunni þessa vikuna var rætt um mál málanna, félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur á Tortóla, og ýmislegt sem því máli viðkemur. Þá var talað um orkubloggarann Ketil Sigurjónsson og uppljóstranir hans um framkomu Norðuráls gagnvart honum, um gengi krónunnar og aðalfund Seðlabankans og óhugnarlegan uppgang rasisma á alþjóðavettvangi. Umsjónarmenn Kvikunnar þessa viku eru Magnús Halldórsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.