Rangnefndar kappræður á milli forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær eru skoðaðar ofan í kjölinn af Þórði Snæ Júlíussyni og Sunnu Valgerðardóttur í Kvikunni. Ein niðurstaðan er sú að það hefði verið mistök að kaupa sér rándýrt vatnshelt hylki fyrir símann til að horfa á þáttinn ofan í Bláa lóninu. Þórður og Sunna rýna líka í stöðuna í pólitíkinni, sýna Framsóknarmönnum skilning sem vilja ekki kjósa í haust og fara yfir, að því er virðist, óyfirstíganlegan vanda Samfylkingarinnar. Hið pervertíska áhugamál Þórðar, einkavæðing bankanna, er að sjálfsögðu líka krufið.