Staðan í forsetakosningarnar, sem af einhverjum ástæðum eru farnar að snúast um þorskastríðin, er krufin af Þórunni Elísabetu Bogadóttur og Þórði Snæ Júlíussyni í Kvikunni. Þar er einnig farið yfir gróða íslenska ríkisins á bankahruninu, stóru þingmálin sem náðist að klára fyrir þinglok og ágang ferðamanna á takmörkuð gæði landsmanna. Þá var því spáð að einhver stjórnmálaflokkur muni lofa að gefa ungu fólki pening til íbúðakaupa fyrir næstu kosningar.