Kvika vikunnar snýst nær einvörðungu um tíðindi dagsins, að Donald Trump sé kjörinn forseti Bandaríkjanna. Stjórnendur reyna að kryfja af hverju þetta gerðist, hvaða óánægju Trump náði að tengja inn í og hvort hann muni raunverulega standa við alla steypuna sem hann hefur boðað. Frjálslynda elítan var að minnsta kosti að fá það í andlitið af hafa sniðgengið lág- og millistéttir Bandaríkjanna í leik sínum að fínni blæbrigðum stjórnmálanna og aukinni misskiptingu auðs sem alþjóðavæðingin og nýfrjálshyggjan hefur leitt af sér.
Þá er stuttlega farið yfir stjórnarmyndunarviðræður á Íslandi, þar sem staða Bjarna Benediktssonar til að mynda starfhæfa ríkisstjórn er alltaf að þrengjast, og líkurnar á því að hann nái markmiði sínu minnka með hverjum deginum.
Stjórnendur eru að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri hans.