Lítill áhugi virðist vera innan Vinstri grænna á því að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er reynt að mynda í umboði Pírata. Það áhugaleysi er einnig til staðar hjá hluta þingmanna Viðreisnar og hverfandi líkur eru taldar á því að það takist að ná saman. Þess utan er fjárlagavinna komin á fullt og sú vinna mun draga athygli og einbeitingu frá stjórnarmyndunum næstu daga. Líklegast er að þær verði settar í salt á meðan að þeirri mikilvægu vinnu verður lokið. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í Kviku vikunnar.
Þar verður einnig farið yfir stóra dómaramálið, plöntuð gögn frá mönnum sem hafa hag af því að draga úr trúverðugleika dómstóla, húsnæðislottóið, endurkomu ársins 2007, hversu miklu betra hefði verið að nota 80 milljarða króna leiðréttingarpeninganna í innviði og spítala en í skaðabætur handa fólki sem þurfti ekki á þeim að halda og laka stöðu menntunar á Íslandi.
Þáttastjórnendur er að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.