Ótrúlegasta fréttaár sem átt hefur sér stað á Íslandi er á enda runnið. Forsætisráðherra sagði af sér, ríkisstjórn féll, nýr forseti var kosinn, Ísland vann EM án þess að vinna það og fordæmalausar þingkosningar skiluðu þingi sem er ólíkt öllu öðru sem setið hefur hérlendis. Samt hófst árið á hávaðarifrildi um hafnargarð.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson fara yfir allt það helsta sem fór fram á árinu 2016 og segja frá eigin upplifunum af atburðum sem mótuðu það. Og Kvikan lofar því að árið 2017 verði enn meira fréttaár, en áskilur sér rétt til að standa ekki við það.